Svavar Knútur - Brot

from by Svavar Knutur

/

lyrics

Engir stormar í nótt hafa að mér sótt
Aldrei þessu vant

Ég hef gengið á skjön, allt mitt líf og plön
lenda upp á kant.

Og þó ég geti stundum reynt, að sigla í lífinu beint
Sækir óreiðan að.

Fyllir hugann af hríð heimsins harða tíð
Finn engan felustað.

Fæ ég í dag kannski stundarfrið
Finn ég á þessum stað tímabundin grið, Eitt andartak.

Ég hef hrakist um haf, sokkið á bólakaf
Siglt hjarta mínu í strand

Komist aftur á flot, fengið á sálina brot
ekki ratað í land.

Og þó að stundum virðist ró, illa gengur þó
Að lægja öldurnar.

Samt þá tilhugsun tel, að tímans stytti upp él,
mér til lífsbjargar.

Fæ ég í dag kannski stundarfrið
Finn ég á þessum stað tímabundin grið, Eitt andartak...

Fæ ég í dag kannski stundarfrið?
Finn ég á þessum stað tímabundin grið?
Gæti ég í smá stund, verið eins og þið?
Eitt andartak, eitt andartak,
Eitt andartak.

credits

from Brot (The Breaking), released October 1, 2015
Svavar Knútur: Vocals, Acoustic guitar, Electric guitar
Bassi Ólafsson: Drums, Percussion
Örn Ýmir Arason: Bass
Stefán Örn Gunnlaugsson: Keyboards, Percussion, Backing vocals
Örn Eldjárn: Electric guitar

tags

license

all rights reserved

about

Svavar Knutur

A troubadour of humble beginnings and rural upbringing, Svavar Knútur's music tells stories of love, tragedies, sadness and redemption in a harsh and hostile climate. His songs and vocal delivery always seem to strike a chord with his audiences, along with his decadently charming on stage persona, his concerts at times comprised of stories within stories within songs within songs. ... more

shows

contact / help

Contact Svavar Knutur

Streaming and
Download help

Redeem code