amma (Songs for my Grandmother)

by Svavar Knútur

/
1.
2.
3.
03:53
4.
5.
03:29
6.
7.
8.
9.
(free) 02:44
10.
11.
12.
04:09

about

Dear listener
In the recent years, I have found myself covering some favorite icelandic folk and traditional songs alongside my original material at my concerts. These are songs that have touched me deeply and been an important part of my life. I wanted to make a compilation of these songs and put them on a live record, a kind of cover work, before I go on with my next album of originals.

My friends encouraged me to do the deed and my publisher Aðalsteinn Ásberg welcomed the idea of a live concert in his living room in Skólavörðustígur 27 with open arms. There were no more obstacles and we went on ahead. Family and close friends were invited to a house concert with light refreshments and all the works. The mood was unforgettable.

The moment was beautiful, my grandmother Svava was there and she sat and listened to the good old songs that I had always wanted to sing for her. I therefore dedicate this album to my grandmothers, Svava, Vilborg and Þórhildur, that have always been so good and gentle and loved their little grandson with all their hearts. All of the songs on this album are important to me and have a special place in my heart.

It was wonderful to enjoy this evening with all those beautiful people in the living room and singing without any amplification or "middle men" for the ones I love. In the kitchen sat the sound engineer, Jón Skuggi, and listened to every cracking joint, hum and loud breath in the room. He was invaluable and has my dearest gratitude.

I hope that the love, warmth and serenity that reigned in Aðalsteins living room makes its way to your ears. As I listen to the recordings and write these words I feel in the performance all the love I carry for my parents, my brothers, my grandparents, loved ones and lovers. If you listen closely you can also hear the cars, creaking chairs and the clicking of knitting. But I think that makes it all just a little bit more homey.

credits

released November 17, 2010

Svavar Knútur: Singing, guitar and ukulele
Árni Heiðar Karlsson: Piano in Ferðalok
Jónina Erna Gunnarsdóttir, Harpa Gunnarsdóttir, Anna Helga Guðmundsdóttir, Urður G Norðdahl: Backing Vocals in Draumalandið

tags

license

all rights reserved

about

Svavar Knutur

A troubadour of humble beginnings and rural upbringing, Svavar Knútur's music tells stories of love, tragedies, sadness and redemption in a harsh and hostile climate. His songs and vocal delivery always seem to strike a chord with his audiences, along with his decadently charming on stage persona, his concerts at times comprised of stories within stories within songs within songs. ... more

shows

contact / help

Contact Svavar Knutur

Streaming and
Download help

Redeem code

Track Name: Kvöldið er fagurt
Kvöldið er fagurt

Kvöldið er fagurt, sól er sest
og sefur fugl á grein.
Við skulum koma vina mín
og vera saman ein.

Ég þekki fagran lítinn lund,
hjá læknum upp við foss.
Þar sem að gróa gullin blóm,
þú gefur heitan koss.

Þú veist að öll mín innsta þrá
er ástarkossinn þinn,
héðan af aðeins yndi ég
í örmum þínum finn.


Ég leiði þig í lundinn minn,
mín ljúfa, komdu nú.
Jörðin þó eigi ótal blóm.
mín eina rós ert þú.
Track Name: Frá liðnu vori
Fyrir þennan glugga hef ég gengið mörgum dögum.
Hef gengið þar að morgni dags, en oftar seint á kvöldin.
Og hikandi ég beið þess þá að bærðust gluggatjöldin,
og brjóst mitt hefur skolfið af þungum æðaslögum.

Og hvítir armar birtust og hjartað brann af gleði,
og hjartað brann af sorg ef þeir fólu sig í skuggann.
því hún var bara fimmtán ára og fyrir innan gluggann
og fallegust af öllu því sem nokkru sinni skeði.

Og vorið kom í maí, eins og vorin komu forðum,
með vængjaþyt og sólskin og næturkyrrð og angan.
Og kvöld eitt niðri á bryggju hún kyssti mig á vangann.
Það kvöld gekk lítið hjarta í fyrsta sinn úr skorðum.

Já, skrýtið er að hafa verið ungur einu sinni
og að það skuli hafa verið þessi sami heimur.
Því þá var bara heimurinn handa okkur tveimur
og hitt var bara ástin sem brann í sálu minni.

Og stundum enn, er byrjar að vora um vesturbæinn
mér verður á að reika þangað einsömlum á kvöldin.
En aldrei framar hvítir armar hreyfa gluggatjöldin
og húsið verður sjálfsagt rifið einhvern næsta daginn.
Track Name: Meyjarmissir
Meyjarmissir
Björt mey og hrein
mér unni ein
á Ísa köldu landi;
sárt ber ég mein
fyrir silkirein,
sviftur því tryggða-bandi.

Það eðla fljóð
gekk aðra slóð,
en ætlað hafði ég lengi.
Daprast því hljóð,
en dvínar móð;
dottið er fyrra gengi.

Stórt hryggðar-kíf
sem stáladríf
stingur mig hverju sinni.
Það eðla víf,
meðan endist líf,
aldrei fer mér úr minni.

Það sorgar-él
mitt þvingar þel,
við þig ég hlýt að skilja.
þó finni ég hel.
þá farðu vel,
fagurleit hringa-þilja
Track Name: Næturljóð úr fjörðum
Næturljóð úr fjörðum


Yfir í Fjörðum allt er hljótt,
Eyddur hver bær hver þekja fallin.
Kroppar þar gras í grænni tótt
gimbill um ljósa sumarnótt.
Ókleifum fjöllum yfirskyggð
ein er þar huldufólksbyggð.

Bátur í vör með brostna rá
bíður þar sinna endaloka.
Lagði hann forðum landi frá
leiðina til þín, fjörðinn blá.
Aldrei mun honum ástin mín
áleiðis róið til þín.

Fetar þar létt um fífusund
folaldið, sem í vor var alið.
Aldrei ber það um óttustund
ástina mína á vinafund.

Grær yfir leiði, grær um stein,
gröfin er týnd og kirkjan brotin.
Grasrótin mjúka, græn og hrein
grær yfir huldufólksins bein.
Grær yfir allt sem eitt sinn var,
ástin mín hvílir nú þar.
Track Name: Álfareiðin
Álfareiðin

Stóð ég úti í tunglsljósi, stóð ég út við skóg –
stórir komu skarar, af álfum var þar nóg.
Blésu þeir á sönglúðra og bar þá að mér skjótt,
og bjöllurnar gullu á heiðskírri nótt.

Hleyptu þeir á fannhvítum hestum yfir grund –
hornin jóa gullroðnu blika við lund –
eins og þegar álftir af ísa grárri spöng
fljúga suður heiði með fjaðraþyt og söng.

Heilsaði hún mér drottningin og hló að mér um leið,
hló að mér og hleypti hestinum á skeið.
Var það út af ástinni ungu, sem ég ber?
Eða var það feigðin, sem kallar að mér?
Track Name: Draumalandið
Draumalandið
Ó leyf mér þig að leiða,
til landsins fjalla heiða,
með sælu sumrin löng.
Þar angar blómabreiða
Við blíðan fuglasöng.

Þar aðeins yndi fann ég,
þar aðeins við mig kann ég,
þar batt mitt tryggðarband.
Því þar er allt sem ann ég,
þar er mitt draumaland.
Track Name: Húmar að kveldi
Húmar að kveldi

Húmar að kveldi, hljóðnar dagsins ys,
hnígur að ægi gullið röðublys.
vanga minn strýkur blærinn blíðri hönd,
og báran kveður vögguljóð við fjarðarströnd.

Ég er þreyttur, ég er þreyttur,
og ég þrái svefnsins fró.
Kom, draumanótt, með fangið fullt af friði og ró.

Syngdu mig inn í svefninn, ljúfi blær.
Sorgmæddu hjarta er hvíldin jafnan vær.
Draumgyðjan ljúfa, ljá mér vinarhönd,
og leið mig um þín töfraglæstu friðarlönd.

Ég er þreyttur, ég er þreyttur,
og ég þrái svefnsins fró.
Kom, draumanótt, með fangið fullt af friði og ró.
Track Name: Mamma ætlar að sofna
Mamma ætlar að sofna

Sestu hérna hjá mér systir mín góð,
í kvöld skulum við vera kyrrlát og hljóð.
Í kvöld skulum við vera kyrrlát af því.
að mamma ætlar að sofna rökkrinu í.

Mamma ætlar að sofna, og mamma er svo þreytt.
Og sumir eiga sorgir sem svefninn getur eytt.
Sumir eiga sorgir og sumir eiga þrá,
sem aðeins í draumheimum uppfyllast má.

Í kvöld skulum við vera kyrrlát og hljóð,
mamma ætlar að sofna systir mín góð.
Track Name: Fjær er hann ennþá
Fjær er hann ennþá
Fjær er hann ennþá frá iðgrænum dölum,
unir í konungsins gullbjörtu sölum.
Fugl minn, þú litli, æ, hjartans vin litli
kemur þú ei senn – kemur þú ei senn.

Ginna þig meyjar í glitfögrum lundum?
Gleymdirðu mér hjá þeim sólbjörtu sprundum?
Fugl minn þú litli, æ, hjartans vin litli
kemur þú ei senn – kemur þú ei senn.

Sætt lætur fuglanna söngur í eyra,
sætara þó er minn ástvin að heyra.
Fugl minn þú litli, æ, hjartans vin litli
kemur þú ei senn – kemur þú ei senn.

Kom, kom þú aftur til iðgrænna dala,
enda þú neyð minna löngunar kvala.
Fugl minn þú litli, æ, hjartans vin litli
kemur þú ei senn – kemur þú ei senn.
Track Name: Hvert örstutt spor
HVERT ÖRSTUTT SPOR

Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér,
hvert andartak er tafðir þú hjá mér
við sólskinsstund og sæludraumur hár,
minn sáttmáli við guð um þúsund ár.

Hvað jafnast á við andardráttinn þinn?
Hve öll sú gleði er fyrr naut hugur minn,
er orðin hljómlaus utangátta og tóm,
hjá undrinu að heyra þennan róm,

Hjá undri því, að líta lítinn fót,
í litlum skóm, og vita að heimsins grjót,
svo hart og sárt er honum fjarri enn,
og heimsins ráð sem brugga vondir menn,

Já vita eitthvað anda hér á jörð,
er ofar standi minni þakkargjörð,
í stundareilífð eina sumarnótt.
Ó alheimsljós, ó mynd sem hverfur skjótt
Track Name: Sofðu, unga ástin mín
Sofðu unga ástin mín

Sofðu unga ástin mín,
úti regnið grætur.
Mamma geymir gullin þín,
gamla leggi og völuskrín.
Við skulum ekki vaka um dimmar nætur.

Það er margt sem myrkrið veit,
minn er hugur þungur.
Oft ég svartan sandinn leit,
svíða grænan engireit.
Í jöklinum hljóða dauðadjúpar sprungur.

Sofðu lengi, sofðu rótt,
seint mun best að vakna.
Mæðan kenna mun þér fljótt,
meðan hallar degi skjótt,
að mennirnir elska, missa, gráta og sakna.
Track Name: Ferðalok
Ferðalok

Ástarstjörnu yfir hraundranga
skýla næturský.
Hló hún á himni,
hryggur þráir
sveinn í djúpum dali.

Greiddi ég þér lokka við Galtará,
vel og vandlega.
Brosa blómvarir,
blika sjónstjörnur.
Roðnar heitur hlýr.

Háa skilur hnetti himingeimur.
Blað skilur bakka og egg.
En anda sem unnast,
fær aldregi
eilífð aðskilið.